Skip to content

Ársþing KRAFT – Dagskrá.

Laugardaginn 9. mars nk. fer fram 14. ársþing Kraftlyftingasambands Íslands í Stjörnuheimilinu Ásgarði í Garðabæ og hefjast þingstörf kl. 12:00.

DAGSKRÁ

1. Þingsetning og staðfesting á lögmæti þingsins í samræmi við lög þessi. 
2. Þinggerð síðasta þings lögð fram. 
3. Kosning þingforseta og varaþingforseta. 
4. Kosning þingritara og varaþingritara. 
5. Kosning eftirfarandi nefnda: a. Þriggja manna kjörbréfanefndar. b. Þriggja manna fjárhagsnefndar. c. Þriggja manna laganefndar. d. Þriggja manna allsherjarnefndar. e. Þingið getur ákveðið með meirihluta greiddra atkvæða að skipa aðrar nefndir til að fjalla um einstök mál.
6. Ávörp gesta. 

  • Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ
  • Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

7. Álit kjörbréfanefndar lagt fram til samþykktar. 
8. Skýrsla fráfarandi stjórnar kynnt.
9. Endurskoðaðir ársreikningar KRAFT lagðir fram. 
10. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og reikningar bornir undir atkvæði.
11. Fjárhagsáætlun og starfsáætlun stjórnar KRAFT fyrir næsta starfsár lögð fram, rædd og borin undir atkvæði. 
12. Tillögur að lagabreytingum, sem og aðrar tillögur. 
13. Álit þingnefnda og tillögur og atkvæðagreiðslur um þær. 
14. Ákvörðun um þátttökugjöld á Íslands-og bikarmótum næsta keppnistímabils. 
15. Kosning formanns, stjórnar KRAFT, tveggja skoðunarmanna ársreikninga og tveggja til vara, formanna fastanefnda sambandsins, fulltrúa á næsta reglulega þing ÍSÍ í samræmi við lög ÍSÍ. 
16. Önnur mál. 
17. Þingslit.  

Tillögur og mál sem lögð eru fyrir þingið:

Viðbragðsáætlun Íþrótta- og æskulýðsstarfs

Ályktun:

Ársþing KRAFT samþykkir að kraftlyftingahreyfingin á Íslandi starfi eftir viðbragðsáætlun Íþrótta- og æskulýðsstarfs sem útgefin var árið 2022.

Greinargerð:

Áætlunin var unnin í sameiningu af ÍSÍ, ÍBR, Bandalagi íslenskra skáta, KFUM og K, Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, UMFÍ og Æskulýðsvettvanginum. 

Markmið áætlunarinnar er að færa aðilum innan íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka um allt land samræmda áætlun vegna atvika og áfalla sem upp geta komið í starfinu og innfelur leiðbeiningar varðandi erfið og flókin mál. Eðlilegt er að viðbrögð innan hreyfingarinnar séu samræmd. Í áætluninni er að finna verkferla sem fylgja skal þegar atvik eða áföll verða í starfinu, t.d. slys, veikindi, hamfarir, einelti og ofbeldi. Einnig inniheldur áætlunin gagnlegan fróðleik um keppnisferðir, hinseginleika, fjölmenningu, inngildingu í félagsstarfi, öryggismál og atvikaskráningar.

Áætlunin nær yfir alla starfsemi íþrótta og æskulýðsfélaga á landinu, aðildarfélaga, þátttakendur, stjórnendur, yfirmenn, starfsfólk, sjálfboðaliða og aðrar ábyrgðaraðila innan félaganna. Stjórn KRAFT hefur unnið eftir áætluninni í starfsemi KRAFT.

Stjórn KRAFT.