Skip to content

EM hefst í dag!

  • by

Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum hefst í Póllandi í dag. Keppt er í opnum flokki og flokkum junior/subjunior.
Fra Íslandi mæta sex keppendur til leiks.
Róbert Guðbrandsson er klár í slaginn strax á morgun, 26.nóv.kl. 17.30, en hann keppir í +120kg flokki drengja.
Alvar Helgason keppir í -93kg flokki unglinga þriðjudaginn 29.nóv kl 12.30

Keppni í opnum flokki hefst 1.desember.
Fyrstur af stað er Hilmar Símonarson, -66kg flokki, 1.desember kl. 13.00
Viktor Samúlesson, -105kg flokki, keppir 3.desember 16.30
Aron Friðrik Georgsson, -120kg flokki, keppir 4.desember kl. 8.00

Síðast en ekki síst beinast augun að Kristínu Þórhallsdóttur sem keppir 4.desember kl 11.30
Kristín er mætt til að verja titilinn sinn í -84kg flokki frá því í fyrra, en Agata Sitko, helsti keppinautur hennar sem keppir á heimavelli, hefur eflaust eitthvað annað í huga.
Búast má við harðri og spennandi keppni ef fram fer sem horfir.

Steymt verður frá mótinu á GOODLIFT LIVE og youtube-rás EPF
Við krossum fingur og tær og óskum þeim öllum góðs gengis!

Tags: