Skip to content

Róbert vann silfur!

  • by

Róbert Guðbrandsson hreppti silfurverðlaunin í +120kg flokki drengja á EM í klassískum kraftlyftingum í gær eftir æsispennandi lokamínútur.
Róbert keppti nú í fyrsta sinn í +120kg flokki, fékk níu gildar lyftur og tók seríuna 240 – 160 – 252,5 = 653,5 kg.
Hann vann brons í öllum þremur greinunum og náði sem fyrr segir öðru sætinu samanlagt.
Beygjan, réttstaðan og samanlagður árangur eru ný íslandsmet í drengjaflokki.

Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn!

Tags: