Heimsleikarnir hófust í gær með mikilfenglegri setningarhátíð í Birmingham, Alabama.
Keppendur koma frá 104 löndum og keppt er í 34 íþróttagreinum.
Þrír íslenskir keppendur taka þátt í leikunum, okkar maður Júlían J. K. Jóhannsson og dansparið Hanna Rún Óladóttir Bazev og Nikita Bazev. Sóley Margrét Jónsdóttir vann sér inn keppnisrétt en varð því miður að hætta við vegna meiðslna.
Hægt er að fylgjast með keppni á OlympicChannel og IPF
Dansparið keppir í nótt kl 01.00 á íslenskum tíma.
Júlían keppir á sunnudag