Skip to content

Júlían í 9.sæti á WorldGames

  • by

Mögnuð kraftlyftingakeppni á World Games lauk í dag með keppni í þyngstu flokkum karla og kvenna.
Júlian var meðal tólf keppenda í SuperHeavyWeight og endaði í 9.sæti með tölurnar 395 – 312,5 – 375 = 1082,5kg.

Keppt var á stigum og tóku léttari keppendur efstu sætin; Bychkov, Úkraína, sigraði á 107,92 stigum hársbreidd á undan Yang, Taipei, með 107,68 stig. Tony Cliffe, Bretlandi, náði þriðja sætinu með 105,33 stigum.
Júlian vigtaði 162,35 og fékk 95,31 stig.

Tvær atlögur voru gerðar að heimsmeti Júlíans í réttstöðu 405,5 kg sem hann setti 2019. Hann átti sjálfur ágæta tilraun við 406 kg og Campos Murillo, Costa Rica, reyndi við 406,5 kg, en metið stendur óhaggað enn.

Við óskum Júlían til hamingju með mótið.
Hann stóð sig frábærlega og var sjálfum sér og Íslandi til sóma sem endranær. Að eiga fulltrúa meðal keppenda á þessum vettvangi er ómetanlegt fyrir íþróttina okkar.

Okkar maður á World Games 2022
Júlían og aðstoðarmenn, Auðunn Jónsson og Daníel Geir Einarsson