Skip to content

Sæmundur Evrópumeistari

  • by

Sæmundur Guðmundsson varð í dag Evrópumeistari í kraftlyftingum í -74kg flokki M4.
Hann lyfti 150 – 100 – 170 = 420 kg.
Sæmundur sem er fæddur 1952 er að hefja keppni í nýjum aldursflokki og er strax byrjaður að raða niður íslandsmetum. Hann varð næst stigahæstur í öldungaflokki karla.
Við óskum honum til hamingju með titilinn!

Evrópumeistarinn 2022 í -74kg flokki M4. Sæmundur Guðmundsson
Sæmundur naut aðstoðar vina okkar í norska sambandinu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.