Skip to content

Kraftlyftingafólk ársins 2021

  • by

Kristín Þórhallsdóttir og Viktor Samúelsson eru kraftlyftingakona og -karl ársins 2021.
Það var ákveðið á stjórnarfundi KRAFT 14.des. sl

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn á árinu, en þau hafa verið sjálfum sér, íþróttinni og Íslandi til sóma með afrekum sínum og framkomu.

Kristín Þórhallsdóttir – fædd 1984 – Kraftlyftingafélag Akraness
Kristín keppir í klassískum kraftlyftingum í -84kg flokki. 

  • Stigahæsti kraftlyftingamaður Íslands árið 2021 með 106,03 stig. 
  • Önnur á heimslista í -84kg flokki
  • Evrópumeistari 2021
  • Bronsverðlaunahafi á HM
  • Gull í hnébeygju á EM
  • Gull í bekkpressu á EM
  • Gull í réttstöðulyftu á EM
  • Brons í hnébeygju á HM
  • Evrópumet í hnébeygju með 220 kg
  • Evrópumet í samanlögðu með 560 kg, en það er fjórði besti árangur sem náðst hefur í þessum flokki í sögunni. 
  • Íslandsmeistari 2021
  • Hefur bætt öll Íslandsmet á árinu
  • Sigraði á Reykjavíkurleikunum 2021

Viktor Samúelsson – fæddur 1993 – Kraftlyftingafélag Akureyrar
Viktor keppir í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum í -105kg flokki. 

Stigahæsti kraftlyftingakarl Íslands árið 2021 með 99,93 stig
Heimsmeistaramót 2021 – 6.sæti
Evrópumót 2021 – 6.sæti
Íslandsmeistari 2021 í klassískum kraftlyftingum
Íslandsmeistari 2021 í klassískri réttstöðulyftu
Íslandsmeistari 2021 í réttstöðulyftu. 
Sigraði á Reykjavíkurleikunum 2021
Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og í samanlögðu á árinu.

Viktor hefur einu sinni áður hlotið þennan heiður er hann var valinn kraftlyftingakarl ársins 2015.