Skip to content

Aron með íslandsmet í beygju

  • by

Aron Friðrik Georgsson keppti síðastur íslendinganna á EM í klassískum kraftlyftingum og átti gott mót.
Hann lyfti 300 – 190 – 285 = 775 kg í -120 kg flokki og lenti þar í 12.sæti. Hann fékk 90,7 stig sem er besti árangur hans á stigum.
Hnébeygja hans var sérstaklega glæsileg, en 300 kg er nýtt Íslandsmet í flokknum.
Við óskum Aroni innilega til hamingju!