Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum hefst í dag í Calgary, Kanada. Fyrir hönd íslands á mótinu keppa 8 keppendur, 7 konur og 1 karl.
Fyrsti íslenski keppandinn keppir í dag en það er hún Sigþrúður Erla Arnarsdóttir sem keppir í +84kg flokki kvenna M2. Hún kom heim með gullpening um hálsinn af síðasta EM og því spennandi að sjá hvernig henni gengur í dag.
Hennar flokkur hefur keppni klukkan 18:00 á staðartíma í Calgary en það er á miðnætti hér á Íslandi. Gangi þér vel Sigþrúður!