Hulda B. Waage keppti í dag á EM í Pilsen, Tékklandi. Hún lauk keppni í 8. sæti í sterkum -84kg flokki kvenna. Í hnébeygju lyfti hún 220kg, í bekkpressu lyfti hún 135kg og svo lyfti hún 170kg í réttstöðulyftu. Þetta gaf henni 525kg í samanlögðu sem er hennar besti árangur.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!
Á morgun keppa svo Viktor Samúelsson í -120kg flokknum og Júlían JK Jóhannsson í +120kg flokknum. Þeir hefja báðir keppni klukkan 09:00 á íslenskum tíma og má horfa á það á vef evrópska kraftlyftingasambandsins. Þeir segjast vera báðir í alveg hrikalegum anda og því verður gaman að fylgjast með!