Laugardaginn 16. júli fer fram keppni í bekkpressu og réttstöðulyftu án útbúnaðar í íþróttahöllinni á Akureyri. Mótið er ætlað konum og nefnist Sunnumótið. 17 stelpur úr fjórum félögum eru skráðar til leiks, bæði reyndar keppniskonur og byrjendur og stefnir í spennandi og harða keppni.
Mótið hefst kl. 13.00. Keppendur mæta í vigtun í Jötunheimum kl. 11.00 stundvíslega. Eftir vigtun verður boðið upp á yfirferð á reglum og leyfilegum klæðnaði fyrir þær sem eru að koma á sitt fyrsta mót.
Sjá heimasíðu KFA um nánari upplýsingar.
Reglur IPF um klæðnað á kjötmótum: http://powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Championships/IPF_CLASSIC-Rules.pdf
Keppnisreglur í kraftlyftingum: http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2011/04/Rules2011.pdf
Við óskum öllum keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunnar á mótinu og hvetjum áhugamenn og stuðningsmenn að fjölmenna og hvetja sínar konur.
– 63,0 kg | Dagbjört Lind Orradóttir | Breiðablik |
– 72,0 kg | Freydís Anna Jónsdóttir | KFA |
– 72,0 kg | Alexandra Guðlaugsdóttir | KFA |
– 72,0 kg | Íris Hrönn Garðarsdóttir | KFA |
– 72,0 kg | Kristjana Ösp Birgisdóttir | KFA |
– 72,0 kg | Edda Ósk Tómasdóttir | Breiðablik |
– 72,0 kg | Jóhanna Þórarinsdóttir | Breiðablik |
– 72,0 kg | Erna Héðinsdóttir | Breiðablik |
– 72,0 kg | Sunna Hlín Gunnlaugsdóttir | Breiðablik |
– 72,0 kg | Hulda B. Waage | Breiðablik |
– 84,0 kg | Birgitta Sif Jónsdóttir | KFA |
– 84,0 kg | Katrín Jóna Kristinsdóttir | Selfoss |
+84,0 kg | Inga R. Georgsdóttir | Breiðablik |
+84,0 kg | Lára Bogey Finnbogadóttir | Akranes |
+84,0 kg | Þóra Þorsteinsdóttir | Selfoss |
+84,0 kg | Rósa Birgisdóttir | Selfoss |
+84,0 kg | Eyrún Halla Eyjólfsdóttir | KFA |