Skip to content

Fannar með brons á EM öldunga.

Fannar Gauti Dagbjartsson átti góðan dag á EM öldunga í kraftlyftingum, þegar hann vann til silfur- og bronsverðlauna í -120 flokki. Fannar sem keppir í öldungaflokki 40-49 ára fékk silfur í bekkpressu og brons í réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. Í hnébeygju lyfti hann 302,5 kg sem er Íslandsmet, bæði í öldunga- og opnum flokki og í bekkpressunni lyfti hann 247,5 kg sem einnig er Íslandsmet. Þá lyfti hann 295 kg í réttstöðulyftu sem skilaði honum þriðja sætinu og þar með bronsinu. Samanlagður árangur hans 845 kg dugði Fannari til þriðja sætis í heildarkeppninni en sigurvegarinn var Zoltan Kanat sem lyfti 870 kg samanlagt. KRAFT óskar Fannari hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.

Leave a Reply