Skip to content

Ingvi með silfur á Evrópubikarmótinu í klassískum kraftlyftingum

  • by

Evrópubikarmótið í klassískum kraftlyftingum (European Classic Cup) var haldið í þriðja sinn um helgina, í Malaga á Spáni. Á meðal keppenda var Íslendingurinn Ingvi Örn Friðriksson sem átti góðu gengi að fagna og fór í gegnum mótið með allar tilraunir gildar. Hann vann til silfurverðlauna í 105 kg flokki með 725 kg í samanlögðum árangri.

Ingvi lyfti mest í 260 kg í hnébeygju og bætti með því Íslandsmet unglinga. Í bekkpressu tók Ingvi persónulega bætingu með 160 kg lyftu. Í réttstöðulyftu bætti hann Íslandsmetið í opnum flokki (sem og unglingafl.) með því að lyfta 305 kg. Samanlagður árangur Ingva með 725 kg, sem er nýtt Íslandsmet unglinga, landaði honum öðru sætinu í 105 kg fl. á eftir Ungverjanum Gergo Opra sem lyfti 752,5 kg.