Júlían J. K. Jóhannsson keppti í gær á Heimsleikunum (The World Games), fyrstur íslenskra kraftlyftingamanna. Þar keppti hann við þá sterkustu í yfirþungavigt (-120 kg og +120 kg fl.) á Wilks-stigum.
Júlían lenti, eins og nokkrir aðrir keppendur, í erfiðleikum í hnébeygjunni. Honum tókst ekki á ná löglegri dýpt í neinni tilraun, fékk því enga gilda hnébeygju og féll úr keppni. Júlían hélt þó áfram og lyfti 295 kg í bekkpressu og 350 kg í réttstöðulyftu.
Yfirþungavigtina sigraði Úkraínumaðurinn Oleksiy Rokochiy með 632,5 Wilks-stig.