Skip to content

Skráning hafin á ÍM í réttstöðulyftu, bekkpressu og klassískri bekkpressu

  • by

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í réttstöðulyftu, bekkpressu og klassískri bekkpressu. Mótin fara fram helgina 9. – 10. september á Akranesi í Íþróttahúsinu á Vesturgötu í umsjá Kraftlyftingafélags Akraness. Ábyrgðarmaður er Lára Bogey Finnbogadóttir (larabogey@yahoo.com).

Laugardaginn 9. september verður fyrst keppt í klassískri bekkpressu og síðan í bekkpressu (með búnaði). Keppni í réttstöðulyftu fer fram 10. september. Nánari tímasetningar verða birtar þegar fjöldi og dreifing keppenda liggur fyrir.

Þetta eru þrjú mót og þarf að skrá keppendur sérstaklega á hvert þeirra á rétt eyðublað. Skráningafrestur er til 19. ágúst og frestur til þyngdarflokkabreytinga og greiðslu keppnisgjalda er til  26. ágúst.

Skráning á ÍM í bekkpressu (með útbúnaði)