Skip to content

EM framundan

  • by

Evrópumótið í kraftlyftingum fer fram í Pilzen í Tékklandi 3. – 7. maí nk. 165 íþróttamenn frá 25 löndum munum keppa á mótinu og má gera ráð fyrir keppni í hæsta gæðaflokki. Nú er keppt í nýjum þyngdaflokkum og verður spennandi að sjá hvernig menn hafa aðlagast þeim.

Frá Íslandi fara tveir keppendur. Auðunn Jónsson, Breiðablik, keppir í 120,0+ flokki síðdegis á laugardeginum. María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir í -63,0 kg flokki síðdegis á miðvikudeginum, en hún hefur þurft að létta sig töluvert til að komast niður í þennan þyngdarflokk. Þau mæta bæði öflugum andstæðingum en eru í góðu formi og án meiðsla og við búumst við góðu af þeim.

Auk þeirra fara til Tékklands Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands, sem ætlar að sitja þing EPF, Hörður Magnússon sem ætlar að dæma á mótinu og endurnýja alþjóðaréttindi sín sem dómari og Klaus Jensen sem ætlar að taka dómaraprófið til að öðlast slík réttindi. Hann ætlar þess utan að aðstoða Maríu, en aðstoðarmaður Auðuns er Vigfús Kröyer.

Bein vefútsending verður frá mótinu.
HEIMASÍÐA MÓTSINS

Leave a Reply