Skip to content

María lyftir miðvikudag

  • by

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Tékklandi. Hún keppir í -63 kg flokki klukkan 15.00 á staðartíma miðvikudaginn 4.maí. Þá er klukkan 13.00 á Íslandi.

María keppir nú í fyrsta sinn í þessum flokki, en hun hefur fram að þessu keppt í -67,5 kg flokki og hefur þess vegna þurft að létta sig töluvert undanfarið. 12 konur eru skráðar í flokknum og er María nokkurnveginn fyrir miðju í hópnum miðað við þyngdir sem voru gefnar upp fyrirfram.  Undirbúningurinn hefur gengið vel hjá henni og við eigum von á bætingum.

Hægt er að fylgjast með Maríu í beinni útsendingu frá mótinu: http://www.ustream.tv/channel/spv-tv

Leave a Reply