Samtök íþróttafréttamanna upplýstu nú í morgun um hvaða 10 íþróttamenn urðu efstir í kjöri þeirra til Íþróttamanns ársins 2016 og þar á meðal er Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingakarl ársins. Kjörinu verður svo lýst í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ fimmtudagskvöldið 29. desember.
Þetta er í fjórða sinn í stuttri sögu Kraftlyftingasambands Íslands sem kraftlyftingamaður er meðal tíu efstu í kjöri um Íþróttamann ársins, en fyrir ári síðan hafnaði Fanney Hauksdóttir í fimmta sæti.
Við óskum Júlíani til hamingju með tilnefninguna, krossum fingur og vonum að hreppi titilinn!