Skip to content

Fanney og Júlían kraftlyftingafólk ársins 2016

  • by

Fanney Hauksdóttir, Grótta, og Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, hafa verið valin kraftlyftingamenn ársins 2016 i kvenna- og karlaflokki. Þau eru bæði ríkjandi heims- og Evrópumeistari í sinum flokkum og er það ekki á hverjum degi að sérsamband getur státað af slíkum árangri hjá sínum afreksmönnum. Við óskum þeim til hamingju með frábært keppnisár og væntum mikils á næsta ári.
29189153325_3303f5360e_z_dsc8660-2


Fanney Hauksdóttir er fædd 1992. Hún hefur sérhæft sig í bekkpressu og hefur keppt bæði með og án búnaðar á árinu.


Afrek 2016

– Heimsmeistari í klassískri bekkpressu -63 kg flokki
– Evrópumeistari í bekkpressu -63 kg flokki
– Silfurverðlaunahafi á HM í bekkpressu -63 kg flokki
– Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
– Hefur sett norðurlandamet í bekkpressu í -63 kg flokki
– Hefur sett íslandsmet í bekkpressu og klassískri bekkpressu á árinu
– Þriðja á heimslista í bekkpressu -63 kg flokki
– Fimmta á heimslista í klassískri bekkpressu -63 kg flokki

Júlían J. K. Jóhannsson er fæddur 1993. Hann er á síðasta ári í flokki ungmenna 23 ára og yngri. Á næsta ári er hann kominn í opinn flokk, en hann tók forskot á sæluna og keppti á HM í opnum flokki í nóvember með eftirtektarverðum árangri.

Afrek 2016
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu á HM í +120 kg flokki
– Fimmta sæti á HM í kraftlyftingum í +120 kg flokki
– Heimsmeistari í kraftlyftingum í 23 ára og yngri í +120 kg flokki
– Gullverðlaun í öllum greinum á HM 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Evrópumeistari í kraftlyftingum 23 ára og yngri í +120 kg flokki
– Gullverðlaun í öllum greinum á HM 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Setti heimsmet í klassískri réttstöðulyftu 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Setti Evrópumet í réttstöðulyftu 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Stigahæsti kraftlyftingamaður Íslands í karlaflokki
– Hefur sett fjölda norðurlanda- og íslandsmeta á árinu
– Fimmti á heimslista í sínum þyngdarflokki