Skip to content

HM: Júlían keppir kl. 17:30

Júlían stendur undir borða á HM 2016Í dag mun Júlían J. K. Jóhannsson stíga á pallinn í Orlando í Bandaríkjunum, þar sem nú stendur yfir HM í kraftlyftingum. Þar kemur hann til með að etja kappi við þá allra sterkustu í yfirþungavigtinni, í fyrsta sinn í opnum aldursflokki. Keppni í yfirþungavigtinni hefst kl. 17:30 og verður keppnin að sjálfsögðu í beinni á netinu.

Júlían er ríkjandi heimsmeistari unglinga í sínum flokki og á stigum. Þá titla hlaut hann á HM unglinga fyrir nokkrum mánuðum í Póllandi, þar sem hann lyfti 1080 kg í samanlögðum árangri. Júlían hefur æft stíft og átt farsælan feril í flokki drengja og unglinga. Hann hefur því alla burði til að eiga góða innkomu á alþjóðlega sviðinu í opnum aldursflokki og ná að raða sér ofarlega á stigatöfluna.