Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppti í dag á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Suður-Afríku. Hann keppti í -74 kg flokki.
Dagfinnur byrjaði mjög örugglega á nýju íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 195 kg og bætti um betur með 202,5 kg í annarri tilraun. Hann reyndi svo við 207,5 kg í þriðju en það tókst ekki i þetta sinn.
Á bekknum byrjaði Dagfinnur með 135 kg sem einnig er nýtt unglingamet.Hann átti svo tvær ógildar tilraunir við 142,5 kg.
Í réttstöðu tók hann 210 – 220 – 225 kg
Þar með endaði hann í 562,5 kg sem er persónuleg bæting og bæting á íslandsmeti unglinga um 15 kg.
Það dugði í 6. sæti. Við óskum Dagfinni til hamingju með bætingarnar.
Sigurvegarinn í flokknum var kanadamaðurinn Josh Hancott með nýtt heimsmet unglinga 681,5 kg
Á morgun lyftir Elín Melgar. Keppnin hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma.