Skip to content

Dagfinnur keppir á morgun

  • by

dagfinnurDagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppir á morgun á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Suður-Afríku.
Dagfinnur keppir í -74 kg flokki unglinga þar sem hann hefur verið svo gott sem einráður undanfarið keppnistímabil hér heima. Nú verður spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í harðri samkeppni, en 9 keppendur eru skráðir í flokknum.
Bein útsending hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma. Útsendingin og upplýsingar má finna á heimasiðu IPF http://www.powerlifting-ipf.com/

Við óskum Dagfinni alls góðs!