Skip to content

Elín hefur lokið keppni

  • by

Elín Melgar Aðalheiðardóttir, Grótta, lauk í dag keppni á HM unglinga í Suður-Afríku. Hún vigtaði 59,35 kg í -63 kg flokki og lyfti seriuna 110-72,5-125 eða samtals 307,5.
Í síðustu lyftu reyndi hún við 132,5 kg til að knýja fram bætingu.
Það tókst ekki í þetta sinn en Elín kemur heim reynslunni ríkari.

Árangurinn dugði henni í 8.sæti í flokknum.
sigurvegarinn var Johanna Aguinaga frá Ecuador sem lyfti 377,5 kg

Á laugardag lyftir Aron Teitsson í opnum flokki -93 kg.