Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson hefur verið kjörinn íþróttakarl Akureyrar 2016. Kjörinu var lýst í gærkvöldi við veglega athöfn í hófi á vegum ÍBA og Frístundaráðs Akureryrar sem haldið var í Hofi. Þetta er í fyrsta sinn sem kjör íþróttamanns Akureyrar er kynjaskipt, en á síðasta ári var Viktor kjörinn íþróttamaður Akureyrar.
Árið 2016 var hans síðasta í unglingaflokki. Hann hefur átt frábært keppnisár innanlands sem utan bæði í unglingaflokki og opnum flokki. Á árinu sló hann ótal Íslandsmet og nokkur Norðurlandamet. Af afrekum Viktors má helst nefna gullverðlaun á EM U23 í bekkpressu, silfurverðlaun á HM U23 í bekkpressu, bronsverðlaun á HM U23 í kraftlyftingum, sjötta sætið á HM í opnum flokki og áttunda sæti á heimslistanum í -120 kg fl.
Við óskum Viktori til hamingju með þennan mikla heiður!