Íslenski þjóðsöngurinn hljómaði í annað sinn á HM unglinga í bekkpressu í Danmörku í dag þegar Viktor Ben Gestsson, Breiðablik, varð heimsmeistari drengja +120 kg.
Hann lyfti seríuna 235 – 242,5 – 255 og blés ekki úr nös. Þetta er nýtt Íslandsmet drengja.
Viktor er fæddur 1996 og er á síðasta ári í drengjaflokki. Hann hefur átt við bakmeiðsl að stríða um tíma og hefur lítið getað æft hinar greinarnar, en notað tímann vel og tekið á því á bekknum.
Við óskum honum innilega til hamingju með titillinn!