Skip to content

Fanney sterkust allra!

  • by

Fanney Hauksdóttir varð heimsmeistari í bekkpressu í sínum þyngdarflokki í gær, og í dag bættist enn einn fjöðurinn í hattinn. Hún varð stigahæsta konan í unglingaflokki með 148,87 wilksstigum og þar með formlega besti bekkpressari í heimi í flokki unglinga.
Frábær árangur!

Á morgun, föstudag, keppir Viktor Ben Gestsson, Breiðablik, í +120 kg flokki drengja. Hann ætlar sér að keppa um verðlaun – og við óskum honum góðs gengis.
Keppnin í hans flokki hefst kl. 11.00 að íslenskum tíma.
Beint sjónvarp: http://www.ustream.tv/channel/spv-tv