Skip to content

Vestur-Evrópumótið í kraftlyftingum – 8 keppendur frá Íslandi

Næstu helgi, 12-14. september verður Vestur-Evrópumótið í kraftlyftingum haldið í Pornainen í Finnlandi. Keppt er í klassískum kraftlyftingum og með búnaði. Frá Íslandi mæta 8 keppendur. Allir íslensku keppendurnir keppa í klassískum kraftlyftingum. 

Keppendur og keppnisdagskrá íslenska landsliðsins:

Föstudagur 12. september
Alexander Kristjánsson, -74 kg flokkur karla. Keppni hefst kl. 7.00
Brynjar Elvarsson, -74 kg flokkur karla. Keppni hefst kl. 7.00
Marcos Valencia, -83 kg flokkur karla. Keppni hefst kl. 11.30

Laugardagur 13. september
Elín Melgar Aðalheiðardóttir, -69 kg flokkur kvenna. Keppni hefst kl. 7.00
Hanna Jóna Sigurjónsdóttir, +84 kg flokkur kvenna. Keppni hefst kl. 14.00
Þorbjörg Matthíasdóttir, +84 kg flokkur kvenna. Keppni hefst kl.14.00
Aron Friðrik Georgsson, +120 kg flokkur karla. Keppni hefst kl. 14.00
Stefán Gunnlaugur Jónsson, +120 kg flokkur karla. Keppni hefst kl.14.00

Þjálfari er Kristín Þórhallsdóttir og Kristleifur Andrésson mun dæma á mótinu ásamt því að aðstoða.

Beint streymi verður á youtube rás EPF.