Skip to content

Vestur Evrópumótið (Uppfært)

  • by

Nú er hópurinn allur mættur til Noregs í góðum anda.
Mótið hefst á morgun, föstudag með klassískum kraftlyftingum og mun Ragnheiður Kristín stíga fyrst Íslendinga á svið í -57kg flokki og hefur keppni klukkan 07:00 á íslenskum tíma. síðar um daginn er svo komið að Ellen Ýr í -84kg flokki og hefst keppnin hjá henni kl.17:00.

Á laugardaginn munu Ingvi Örn Friðriksson, -105 kg flokki og Viktor Samúelsson -120 kg flokki keppa fyrir Íslands hönd í klassískum kraftlyftingum. Keppni hjá drengjunum hefst klukkan 08:00 á íslenskum tíma.

Á sunnudag keppa svo þeir Íslendingar sem taka þátt í keppni í búnaði og þá munu Hulda B. Waage -84kg flokk, Alex Cambray Orrason -105kg flokki og Þorbergur Guðmundsson120+kg flokki stíga á svið. Hulda hefur keppni klukkan 08:00 á íslenskum tíma og Alex og Þorbergur ljúka svo mótinu en þeirra keppni hefst klukkan 12:30 á íslenskum.

hægt er að fylgjast með á linknum hér fyrir neðan;
https://goodlift.info/live.php

Vestur Evrópumótið í Kraftlyftingum fer fram dagana 14.-16.september í Hamar í Noregi. Sterkur hópur keppenda fer í víking frá Íslandi og verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra.

Þau sem keppa fyrir hönd Íslands í klassískum kraftlyftingum eru; Viktor Samúelsson í -120kg flokki, Ingvi Friðriksson í -105kg flokki, Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg flokki og Ragnheiður Sigurðardóttir í -57kg flokki.

Í búnaði munu Þorbergur Guðmundsson 120+kg flokki, Alex Orrason -105kg flokki og Hulda Waage -84kg flokki keppa fyrir okkar hönd.

Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis.