Á sunnudaginn 10. sept. nk. keppa sex íslenskir keppendur í kraftlyftingum með útbúnaði. Keppendur eru eftirfarandi:
Halla Rún Friðriksdóttir, sem keppir í -76 kg flokki, á langan keppnisferil að baki og hefur sett fimm Íslandsmet í öldungaflokki 50-59 ára. Hún er að keppa á sínu fyrsta Vestur-Evrópumóti. Halla keppir kl. 10:00.
Þóra Kristín Hjaltadóttir,sem keppir í -84 kg flokki, byrjaði sinn keppnisferil árið 2019. Hún er að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Þóra keppir kl. 10:00.
Björn Margeirsson keppir í -83 kg flokki. Björn, sem á fjölmörg Íslandsmet í öldungaflokki 40-49 ára, er einnig að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Björn keppir kl. 14:00.
Egill Hrafn Benediktsson, sem keppir í -120 kg flokki, hefur keppt í kraftlyftingum frá árinu 2021. Hann er að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Egill keppir kl. 14:00.
Árni Snær Jónsson keppir í+120 kg flokki. Hann hóf sinn keppnisferil árið 2011 og er núgildandi Íslandsmeistari í +120 kg flokknum, í kraftlyftingum með útbúnaði. Árni er að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Árni keppir kl. 14:00.
Guðfinnur Snær Magnússon keppir í +120 kg flokknum og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum og unnið til verðlauna en þetta er hans fyrsta Vestur-Evrópumót. Guðfinnur keppir kl. 14:00.