Á laugardaginn 9. sept. nk. keppa níu íslenskir keppendur í klassískum kraftlyftingum. Keppendur eru eftirfarandi:
Ragnhildur Sigríður Marteinsdóttir keppir í -76 kg flokki. Ragnhildur byrjaði að keppa í kraftlyftingum fyrir tveimur árum síðan og er að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Ragnhildur keppir kl. 10:00.
Þorbjörg Matthíasdóttir, sem keppir í +84 kg flokki, byrjaði sinn keppnisferil árið 2019. Hún er að keppa á sínu öðru alþjóðamóti en hún keppti í Vestur-Evrópukeppninni árið 2022. Þorbjörg keppir kl. 10:00.
Alexander Örn Kárason, sem keppir í -93 kg flokki, á Íslandsmetin í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðum árangri í sínum þyngdarflokki. Hann hefur keppt á nokkrum alþjóðamótum en þetta er hans fyrsta Vestur-Evrópukeppni. Alexander keppir kl. 14:00.
Viktor Samúelsson er margreyndur keppandi sem hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum og unnið til verðlauna. Viktor, sem keppir í -105 kg flokki, á öll Íslandsmetin í sínum þyngdarflokki. Viktor keppir kl. 14:00.
Jón Dan Jónsson keppir í-105 kg flokki. Hann hóf sinn keppnisferil árið 2021 og er að keppa á sínu öðru Vestur-Evrópumóti. Jón keppir kl. 14:00.
Alvar Logi Helgason keppir einnig í -105 kg flokki. Alvar keppti nýverið á HM unglinga þar sem hann stóð sig vel og setti Íslandsmet unglinga í bekkpressu. Alvar keppir kl. 14:00.
Aron Friðrik Georgsson, sem keppir -120 kg flokki, er núverandi Íslandsmeistari í flokknum og hefur keppt í kraftlyftingum frá árinu 2015. Hann hefur keppt á nokkrum alþjóðamótum en þetta er hans önnur Vestur-Evrópukeppni. Aron keppir kl. 18:30.
Filippus Darri Björgvinsson keppir-120 kg flokki en hann hóf sinn keppnisferil árið 2019. Þetta er í annað skiptið sem hann keppir á Vestur-Evrópumóti. Filippus keppir kl. 18:30.
Þorsteinn Ægir Óttarsson, sem keppir í +120 kg flokki, er að keppa á sínu fyrsta Vestur-Evrópumóti, en hann hefur áður keppt á Norðurlendamótum og hampaði Norðurlandameistaratitli unglinga árið 2018. Þorsteinn keppir kl. 18:30.