Skip to content

Dómarar

Dómarar af dómarlista KRAFT geta nú skráð sig fyrirfram til starfa á mótum.
MÓTASKRÁ

Dómaranefnd tekur við óskum dómara og tekur tillit til þeirra eins og hægt er, en gæta verður þess að ekki fleiri en tveir dómarar frá sama félagi verði við dómgæslu í einu.

Í 27. grein reglugerðar um kraftlyftingakeppni segir

Eingöngu dómarar af dómaralista mega dæma á mótum KRAFT. Listi yfir dómara með réttindi til að dæma skal ávallt aðgengilegur á kraft.is. Dómaranefnd KRAFT ber ábyrgð á að listinn sé réttur hverju sinni.
Til að vera á listanum þurfa dómarar að uppfylla eftirtalin skilyrði:
– hafa staðist dómarapróf KRAFT
– vera skráður félagi eða iðkandi í kraftlyftingafélagi í Felix
– hafa dæmt á móti á vegum KRAFT eða tekið þátt í upprifjunarnámskeiði á sl. tveimur árum
Allir dómarar hafa dómaraskírteini þar sem dómgæsla er skráð og vottuð af mótshaldara og gildir það sem staðfesting á dómgæslu. Dómari ber ábyrgð á að skírteinið sé uppfært. Dómari á dómaralista KRAFT sem dæmir á kraftlyftingamóti sem ekki heyrir undir KRAFT eða IPF án sérstaks leyfis stjórnar KRAFT fellur sjálfkrafa út af dómaralista.