Tímaplan er tilbúið fyrir Íslandsmótið í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður laugardaginn 26. október. Mótshaldari er Lyftingadeild Stjörnunnar og fer mótið fram í íþróttahúsinu í Miðgarði að Vetrarbraut 18, Garðabæ.
Tímaplan – Keppendum er skipt í 4 holl:
Vigtun kl. 9:10 – Keppni hefst kl. 11:10
Holl 1: Konur í þyngdarflokkum 52 – 84 kg (12 keppendur).
Holl 2: Konur í +84 og karlar 59 – 74 kg (10 keppendur).
Dómarar holl 1 og 2: Kristleifur, Júlían og Gunnur (Þórunn aðstoðar einnig við vigtun).
Verðlaunaafhending fyrir holl 1 og 2 er um leið og þau hafa lokið keppni, áður en holl 3 og 4 byrja keppni.
Vigtun kl. 13:45 – Keppni hefst kl. 15:45
Holl 3: Karlar í þyngdarflokkum 83 – 105 kg (13 keppendur).
Holl 4: Karlar –120 og +120 kg (11 keppendur).
Dómarar holl 3 og 4: Þórunn, Aron Ingi og Guðfinnur (Ellert aðstoðar einnig við vigtun).
Verðlaunaafhending fyrir holl 3 og 4 er um leið og þau hafa lokið keppni.
Áætluð keppnislok eru um kl. 20:30.