Skip to content

Tilnefningar í landsliðsverkefni.

Landsliðsnefnd KRAFT kallar eftir tilnefningum í landsliðsverkefni fyrir fyrri hluta árs 2025. Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 15.desember nema fyrir EM öldunga í klassískum kraftlyftingum þar sem fresturinn er 1.desember. Tilnefningar skal senda á netfangið coach@kraft.is og þar þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang viðkomandi keppanda og hvaða verkefni hann vill taka þátt í (mót og þyngdarflokkur). Taka skal fram hvenær keppandi náði lágmörkum og á hvaða mótum hann hefur keppt á síðasta ári.

Mót sem eru á dagskrá fyrri hluta árs 2025 eru:

EM öldunga í klassískum kraftlyftingum  9.-16. febrúar – Albi, Frakkland.
EM opinn flokkur í klassískum kraftlyftingum 18.-23. mars – Malaga, Spánn. 
EM í kraftlyftingum með búnaði, allir aldursflokkar  2.-11. maí – Pilzen, Tékkland. 
HM í bekkpressu, klassík og búnaður 17.-25. maí – Drammen, Noregur. 
HM opinn flokkur í klassískum kraftlyftingum  8.-15. júní – Chemnitz, Þýskaland.