Alþjóðakraftlyftingasambandið hefur uppfært tæknireglur sínar og hefur bæði íslenska og enska útgáfan verið uppfærð á heimasíðu KRAFT (sjá undir reglugerðir). Mikilvægt er að keppendur, þjálfarar og dómarar kynni sér allar breytingar.
Á meðal breytinga má nefna eftirfarandi atriði í kaflanum um persónulegan útbúnað:
Keppendur mega nú nota búninga með síðum skálmum og er leyfilegt að nota hnéhlífar utan á keppnisbúningi en ekki innan á honum.
Þá er búið að bæta við reglurnar um notkun hnéhlífa. Nú er keppendum heimilt að nota háa sokka til að auðvelda sér að komast í hnéhlífar.