Birt hafa verið ný sóttvarnarákvæði fyrir Kraftlyftingasambandið.
Reglur þessar öðlast gildi 13. janúar 2021 og gilda þar til breyting verður á reglugerð heilbrigðisráðherra nr.5/2021 frá 11. janúar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Æfingar og keppni eru heimilaðar með þeim takmörkunum sem reglur þessar setja.
Meðan sérstakar reglur gilda um takmarkanir er mikilvægt að skráning iðkenda og annarra sem mæta á æfingar sé nákvæm til að auðvelda smitrakningu.
Gæta skal þess að þessum reglum sé fylgt í hvívetna, enda eru þær grundvöllur þess að heimild til æfinga fáist og að íþróttamenn geti sinnt æfingum í sinni íþrótt. Íþróttamenn þurfa þess vegna að gæta sín sérstaklega utan æfinga, forðast mannmarga staði og halda sinni samskiptakúlu eins lítilli og nokkur kostur er.