Að gefnu tilefni:
Til að mega taka þátt í mótum Kraft þurfa menn að vera rétt skráðir í sín félög. Eina skráningin sem tekin er gild er skráning í Felix, félagatal ÍSÍ og Ungmennafélaganna. Það er mjög mikilvægt að nýir félagar verði strax skráðir í Felix til að verða gjaldgengir á mót og hluti af tölfræðinni. Samkvæmt reglugerð Kraft eiga menn að vera skráðir í Felix amk 30 dögum fyrir mót.
Í dag eru skráningar svona:
Kraftlyftingadeild Breiðabliks: 89 iðkendur
Kraftlyftingadeild Ármanns: 75 iðkendur
Kraftlyftingadeild Massa: 57 iðkendur
Kraftlyftingadeild UMFS: 40 iðkendur
Kraftlyftingafélag Akraness: 37 iðkendur
Kraftlyftingafélag Seltjarnarness: 28 iðkendur
Kraftlyftingafélag Akureyrar: 26 iðkendur
Kraftlyftingadeild Sindra: 25 iðkendur
Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar: 16 iðkendur
Kraftlyftingafélag Garðabæjar: bíða eftir aðgang að Felix
Þetta gerir samtals 393 iðkendur áður en Garðbæingar bætast við.