Skip to content

Sigþrúður með gull á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum

  • by

Sigþrúður með vel verðskuldað bros á vör eftir afrek dagsins

Sigþrúður Erla Arnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði +84kg flokk Masters II á fyrsta EM öldunga í klassískum kraftlyftingum. Sigþrúður vann einnig gull í hnébeygju, gull í bekkpressu og brons í réttstöðulyftu.

Lyftur hennar voru 160kg í hnébeygju, 87,5kg í bekkpressu og 172,5kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd þá 420kg sem er nýtt evrópumet masters II. Allt eru þetta íslandsmet í masters II flokki. Einnig er þetta persónuleg bæting í öllum greinum.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn, frábær í alla staði!