Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands 2010 lauk í Mosfellsbæ fyrir stundu.
Langur og strangur dagur endaði þannig að Signý Harðardóttir, UMFN Massi, varð bikarmeistari kvenna.
Fannar Dagbjartsson, Ármanni, varð bikarmeistari karla.
Stigabikar liða hafnaði hjá UMFN Massa í Njarðvíkum.
Gestur á mótinu var Dean Bowring, margfaldur meistari Breta, sem kom við á leiðinni heim frá HM og lyfti 1015 samanlagt í +125,0 kg flokki.
Við óskum sigurvegurum og öllum sem gerðu góða hluti til hamingju með árangurinn.
Nánara umfjöllun og myndir frá mótinu munu birtast fljótlega.
Heildarúrslit: bikarmot10
Stigaúrslit: bik10_stig