Skip to content

Sigfús með nýtt íslandsmet á HM í bekkpressu.

  • by

Sigfús Fossdal lauk í dag keppni á heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Danmörku. Sigfús sem keppti í +120 kg flokki átti góðan dag og lenti í 7.sæti af 16 keppendum en flokkurinn var mjög sterkur. Sigfús opnaði á 315 kg sem var örugg byrjunarþyngd fyrir hann og fór því næst í íslandsmet 325 kg og fékk 3 hvít ljós á það. Í þriðju umferð átti hann svo góða tilraun við 335 kg en náði ekki að pressa það upp. Við óskum Sigfúsi til hamingju með frábæran árangur og íslandsmetið.

Sigurvegari í flokknum var Fredrik Smulter frá Finnlandi með 400 kg en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem keppandi innan IPF tekur þessa þyngd í bekkpressu.