Skip to content

Seltjarnarnesmótið í bekkpressu – skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á Seltjarnarnesmótið í klassískri bekkpressu sem fram fer í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laugardaginn 6.oktober nk samkvæmt mótaskrá. Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Zetorar, halda mótið í samvinnu við Kraftyftingadeild Gróttu.
Félög skrá sína keppendur á þessu eyðublaði: Seltjarnarnesmótið en þar koma fram allar upplýsingar um skráningarfrest og -gjald.
Mótið hefst kl. 10.00 og vigtun er kl. 8.00.

Í framhaldi af Seltjarnarnesmótinu verður haldið óformlegt kynningarmót í bekkpressu ætlað ófélagsbundnum kraftlyftingaáhugamönnum og -konum þar sem þeim gefst kostur á að spreyta sig á bekknum við löggiltar keppnisaðstæður. Vigtun fyrir þennan hóp er líka kl. 8.00

Nánari upplýsingar á heimasíðu kraftlyftingadeildar Gróttu og facebooksíðu Zetóra.

Byrjendum er bent á að kynna sér vel keppnisreglur svo þeir hljóti örugglega náð fyrir augum dómara þegar á hólminn er komið.
http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2010/10/Keppnisreglur2012.pdf

VEGGSPJALD