Skip to content

Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu

  • by

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 2012 fer fram nk laugardag, 15.september í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi.
Þetta er heimavöllur Breiðabliks, en kraftlyftingadeild Breiðabliks heldur mótið.
Keppnin hefst kl. 14.00, aðgangur er ókeypis og veitingarsala verður á staðnum.
Keppendur eru 34 talsins og verður keppt í tveimur hollum, eitt kvennaholl og eitt karlaholl.
Mótið er liður í stigakeppni félaga 2012.
Upplagt að taka fjölskylduna með, mæta og hvetja sína menn!

Til keppenda: vigtun kl. 12.00