Róbert Guðbrandsson keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum í -120kg flokki drengja. Þetta var fyrsta stórmót Róberts, en ekki annað að sjá en að honum liði vel á stóra sviðinu. Hann lyfti af öryggi og bætti sig um 7,5 kg samanlagt með tölurnar 225 – 152,5 – 230 = 607,5 kg. Beygjan, bekkurinn og samanlagður árangur eru allt ný íslandsmet drengja.
Þessar tölur dugðu honum til silfurs samanlagt á HM! Hann vann auk þess silfur í beygju og brons í réttstöðu.
Við óskum honum innilega til hamingju með verðlaunin og metin!