Sigurvegarar á kraftlyftingamótinu á RIG 2023 voru Kristín Þórhallsdóttir og Carl Petter Sommerseth.
Kristín sigraði með yfirburðum í kvennaflokki og var stigahæst allra keppenda með 107,388 stigum. Næstar komu Arna Ösp Gunnarsdóttir og Íris Rut Jónsdóttir.
Í karlaflokki var baráttan hins vegar í algleymingi og tekist á fram í síðustu lyftu. Á endanum sigraði Carl Petter Sommerseth frá Noregi með 99,050 stigum á undan Viktor Samúelsson með 98,216 og Alexander Örn Kárason með 98,142.
HEILDARÚRSLIT
Fjögur íslandsmet voru sett á mótinu. Arna Ösp Gunnarsdóttir bætti met í -69kg flokki þegar hún tók 150kg í hnébeygju og 420kg samanlagt. Alexander Örn Kárason bætti met í -93kg flokki með 302,5kg í réttstöðulyftu, en það er líka single lift met í flokknum.
Á mbl.is má finna viðtöl við keppendur og ítarleg umfjöllun um mótið.
Viðtal við Kristínu
Viðtal við Viktor
Verðlaunahafar í kvennaflokki. Fleiri myndir frá mótinu eru á leiðinni í loftið!