Stjórn KRAFT hefur tekið þá ákvörðun um að vera ekki með kraftlyftingamót á Reykjavíkurleikunum árið 2025. Mikil vinna og kostnaður fer í að halda mótið en jafnframt hefur reynst erfitt að fá erlenda keppendur, m.a. vegna þess að nú er ekki lengur hægt að setja alþjóðleg met á mótinu. Þá eru önnur alþjóðamót framundan á Íslandi, bæði HM í nóvember á þessu ári og Norðurlandamót unglinga 2025, en þessi mót krefjast mikillar vinnu og tíma. Staðan verður svo metin aftur að ári og ákvörðun tekin um framtíð kraftlyftinga á leikunum.