Skip to content

Réttstöðumótsmet

  • by

Arnhildur Anna Árnadóttir, María Guðsteinsdóttir, Dagfinnur Ari Normann og Aron Lee Du Teitsson settu íslandsmet  á Íslandsmeistarmótinu í réttstöðu í gær. Það eru svokölluð réttstöðumótsmet, single lift met. Þau verða gjarnan hærri  en almenn met í réttstöðu sem eru skráð á kraftlyftingamótum þar sem menn hafa áður tekið bæði hnébeygjur og bekkpressur.

IPF gerir ekki ráð fyrir sérstökum mótum og metum í réttstöðu, þar er bekkpressan eina greinin sem keppt er í sérstaklega, og er það ástæða þess að hið alþjóðlega tölvukerfi á mótinu í gær hélt að verið væri að keppa í “bench press”.
Á Íslandi hefur hins vegar réttstöðulyftan alltaf verið í miklu uppáhaldi og í þeirri grein hafa íslenskir keppendur gjarnan náð lengst á alþjóðavettvangi. Skemmst er að minnast þess að Júlían Jóhannsson vann gull í greininni á HM unglinga í ágúst sl.

KRAFT hefur þess vegna sett sér-íslenskar reglur um slík mót og met, og fer framkvæmdin fram í samræmi við reglur IPF um bekkpressumót.