Skip to content

Árnað heilla

  • by

Helgi Hauksson, kraftlyftingadómari með meiru, er sextugur í dag.

Helgi hefur réttindi alþjóðadómara í kraftlyftingum og hefur borið hitann og þungann af dómaramálum hjá KRAFT um árabil, bæði í dómgæslu og dómaramenntun. Framlag hans í þessum málum verður varla ofmetið.

Á þessum tímamótum vill stjórn Kraftlyftingasambands Íslands þakka honum fyrir hans mikla framlag í þágu íþróttarinnar. Við vonum að við fáum áfram að njóta góðs af reynslu hans, þekkingu og innsæi.

Stjórn KRAFT sendir honum innilegar hamingjuóskir með afmælið og veit að allur kraftlyftingaheimurinn tekur undir.

Tags: