Skip to content

Reglugerð um styrkveitingar vegna keppni erlendis og annars kostnaðar.

Stjórn KRAFT hefur samþykkt og gefið út Reglugerð Kraftlyftingasambands Íslands um styrkveitingar vegna keppni erlendis og annars kostnaðar. Reglugerðina má finna á heimasíðu KRAFT undir Reglugerðir => SJÁ HÉR

Endurgreiðsluformið er hægt að nálgast á heimasíðu KRAFT undir Endurgreidsla | Kraftlyftingasamband Íslands og skulu kvittanir og/eða viðeigandi reikningar fylgja.

Endurgreiðslur vegna erlendra móta eru almennt framkvæmdar eftir að lokaskýrslu aðalþjálfara hefur verið skilað til stjórnar KRAFT eða eftir samkomulagi. Allar umsóknir um endurgreiðslu skulu sendar ásamt fylgiskjölum á gjaldkeri@kraft.is og kraft@kraft.is. Umsóknir um endurgreiðslu skulu berast fyrir lok hvers almanaksárs. Ábyrgð umsækjanda er að tryggja að umsókn berist innan tilskilins tíma. Ekki er hægt að sækja um endurgreiðslu fyrir fyrri ár eða milli ára.