Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir var rétt í þessu að næla sér í þrenn bronsverðlaun og ein silfurverðlaun í -57kg flokki í klassískum kraftlyftingum á Vestur Evrópumótinu.
Ragnheiði gekk mjög vel á mótinu, í hnébeygju lyfti hún 122.5kg, 127.5kg og 130kg sem er nýtt Íslandsmet og bronsverðlaun í dag. í bekknum lyfti hún 77.5kg, 80kg og 82.5kg sem einnig er nýtt Íslandsmet og einnig brons. Í réttstöðu lyfti Ragnheiður, 145kg, 152,5kg og 157,5 sem er jafnt hennar besta og færði henni silfurverðlaun. Samanlagt var hún með 370kg sem er bæting á Íslandsmeti í samanlögðu um 10kg. og brons í samanlögðu.
Þessi árangur skilaði henni svo 432.1 wilksstigum sem er hæsta wilks total sem íslensk kona hefur náð í klassískum kraftlyftingum.
Við óskum Ragnheiði að sjálfsögðu til hamingju með frábæran árangur.
Ellen Ýr er svo næst á svið og hefst hennar keppni klukkan 17:00 að íslenskum tíma.