Gry Ek Gunnarsson var þann 10. nóvember sl. ráðinn sem íþróttastjóri Kraftlyftingasambands Íslands. Um er að ræða nýtt starf hjá sambandinu og mun það m.a. falla í hlut hins nýja íþróttastjóra að móta starfið og vinna framtíðarverklýsingu fyrir það. Ráðningin er tímabundin fram að ársþingi Kraftlyftingasambandsins í febrúar nk. en til stendur að auglýsa stöðuna síðar.
Gry er kraftlyftingafólki að góðu kunn, en hún hefur sjálf keppt í kraftlyftingum og hefur frá stofnun Kraftlyftingasambands Íslands setið í stjórn sambandsins.