Í +84 kg flokki kepptu tvær konur, þær Þorbjörg Matthíasdóttir og Hanna Jóna Sigurjónsdóttir sem báðar bættu sinn persónulega árangur.
Þorbjörg lyfti mest 205 kg í hnébeygju sem var persónuleg bæting uppá 7.5 kg. Í bekkpressu lyfti hún 105 kg og bætti sig um 2.5 kg og í réttstöðulyftu fóru 200 kg upp hjá henni. Samanlagt lyfti hún 510 kg sem var bæting um 7.5 kg og skilaði þessi árangur henni 6. sætinu.
Hanna Jóna lyfti seríunni 205 – 97.5 – 200 og var hnébeygjan 5 kg bæting á persónulegu meti hennar í greininni. Samanlagt lyfti hún 502.5 kg og hafnaði í 7. sæti.
Þá keppti Þorsteinn Ægir Óttarsson í +120 kg flokki. Þorsteinn var með seríuna 305 – 190 – 300. Samanlagður árangur hans var 795 kg sem skilaði honum 9. sætinu í flokknum.
Til hamingju með árangurinn!

